
Ástarsaga
Book of Love
Rómantísk gamanmynd frá 2022. Henry Copper er mislukkaður, ungur, breskur rithöfundur og skáldsagan hans hefur varla selst í heimalandinu. Þegar bókin slær óvænt í gegn í Mexíkó ákveður hann að ferðast þangað til að fylgja velgengni hennar eftir. Þar kemst hann fljótt að ástæðunni fyrir vinsældum bókarinnar – þýðandinn, María, breytti sögunni í sjóðheita erótíska ástarsögu. Leikstjóri: Analeine Cal y Mayor. Aðalhlutverk: Sam Claflin, Verónica Echegui og Antonia Clarke.