
Andstyggðaráttan
The Hateful Eight
Óskarsverðlaunamynd frá 2015 eftir Quentin Tarantino. Stuttu eftir bandarísku borgarastyrjöldina leita átta manns skjóls undan óveðri í afskekktu húsi í Wyoming. Aðalhlutverk: Samuel L. Jackson, Kurt Russell og Jennifer Jason Leigh. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.