
Á milli vita
Transit
Þýsk kvikmynd frá 2018 í leikstjórn Christians Petzolds. Georg tekst naumlega að flýja Frakkland undan innrás nasista með því að stela skilríkjum þekkts rithöfundar sem er nýlega fallinn frá. Málin flækjast þegar hann hittir unga konu í leit að eiginmanni sínum sem reynist vera umræddur rithöfundur. Aðalhlutverk: Franz Rogowski, Paula Beer og Godehard Giese. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.