
75 ára afmælistónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands - Víkingur leikur Beethoven
Bein útsending frá 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem hljómsveitin leikur stórvirki úr tónlistarsögunni undir stjórn Evu Ollikainen. Einleikari á tónleikunum er Víkingur Heiðar Ólafsson og tekst hann á við fimmta píanókonsert Beethovens, Keisarakonsertinn. Önnur verk á efnisskránni eru Glaðaspraða, nýr hátíðarforleikur eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Darraðarljóð eftir Jón Leifs og Hetjulíf eftir Richard Strauss. Stjórn útsendingar: Salóme Þorkelsdóttir.