
1000 orð
Um borð í yfirgefinni geimstöð fara Bríet og Birnir í aðgerð þar sem þau reyna að eyða minningum um samband sitt – og hvort annað yfirhöfuð. Við það birtast glætur af stormasömu sambandi; fyrstu kynnum, djúpri ást og að lokum hatri. Ferlið verður einskonar ferðalag um mynd- og hljóðheim plötunnar 1000 orð. Að lokum sitjum við eftir með spurninguna: "Tókst aðgerðin?"