Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Ný eftirlitsskýrsla MAST leiðir í ljós að ein af hverjum fjórum langreyðum sem veiddar voru síðasta sumar þurfti að skjóta endurtekið áður en þær drápust. Mest þurfti fimm skot í eitt dýr. MAST telur hvalveiðarnar ekki samræmast markmiðum laga um velferð dýra þótt lög hafi ekki verið brotin. Gestir Kastljóss eru Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, og Sigursteinn Másson dýraverndarsinni.
Strandveiðar hófust í síðustu viku þegar hundruð smábáta hringinn í kringum landið fóru til veiða. Kastljós slóst í för með Ásgeiri Frímannsyni sjómanni á strandveiðibátnum Blíðfinni, sem gerir út frá Siglufirði.
Það er sjaldan djúpstæð eða sérlega áhrifamikil upplifun að versla í matinn, en það gæti breyst með flutningi nýs leikverks í matvöruverslun á Grandanum, sem var frumflutt fyrir helgi innan um paprikur, aspas og kartöflur
Dr. Gunni og Felix Bergsson stjórna spurningakeppni hljómsveita. Í þáttunum takast íslenskar hljómsveitir á í æsandi spurningaleik, þar sem gáfur og viska, ásamt snerpu, atgervi og heppni ráða niðurstöðunni - já og tónlistarhæfileikar. Meðal þeirra hljómsveita sem keppa eru Buff, Ljótu hálfvitarnir, Jeff Who?, Baggalútur, Hvanndalsbræður, múm, Sigur Rós og Áhöfnin á Halastjörnunni. Þættirnir voru frumsýndir á RÚV sumarið 2009. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.
Í úrslitaþætti Popppunkts mætast hinir bráðefnilegu popparar í Jeff Who? og Ljótu hálvitarnir sem vita nánast allt.
Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.
Þáttaröð frá 1997 þar sem Spaugstofumennirnir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason bregða á leik. Stjórn upptöku: Sigurður Snæberg Jónsson.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Dr. Kristján Eldjárn var þriðji forseti Íslands. Hann gegndi embættinu þrjú kjörtímabil, frá 1968 til 1980. Hann var fornleifafræðingur að mennt og Þjóðminjavörður. Hann varð þjóðkunnur og vinsæll fyrir þætti sína um forna muni og minjar á fyrstu starfsárum Sjónvarpsins. Fjallað er um forsetakosningarnar 1968 og brugðið upp myndum af ýmsum embættisverkum Kristjáns í forsetatíð hans. Dagskrárefnið er úr safni RÚV. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.
Kortó, Mýsla og Eik eru ákveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta.
En Tíkíliðið sækist ekki aðeins eftir sigri; aðeins með því að komast í læri hjá Hval Hvíta fá þau aðgang að nýjustu vistvísindunum og geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
Ólíku eðlukrúttin Bubbi, Gunna og Tobbi eru fjörugir og skemmtilegir vinir sem búa í ævintýraheimi þar sem ekkert er ómögulegt.
Ibbi er sjálfsöruggur, forvitinn og hefur ótrúlegan áhuga flest öllu því sem fyrirfinnst í daglegu lífi. Hann er mjög hjálpsamur og hleypur iðulega undir bagga með öllum þeim sem þurfa á aðstoð að halda.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Eurovision í kvöld 2. Sumarstemning á sunnudaginn 3. Krakkaskýring: Vegan
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Íþróttafréttir.
Beinar útsendingar frá Eurovision í Liverpool.
Bein útsending frá fyrri undankeppni Eurovision í Liverpool. Þulur er Gísli Marteinn Baldursson. Útsendingin er á sama tíma á RÚV 2 með táknmálstúlkun.
Skemmtiatriði sem flutt var í hléi í Eurovision í Liverpool.
Heimildarþættir frá 2022 sem fjalla um tónlistarmyndbönd nokkurra af stærstu poppstjörnum heims. Rætt er við leikstjóra, danshöfunda, gagnrýnendur og listafólkið sjálft.
Farið er yfir merkilega sögu náttúrulífsmyndateymis breska ríkissjónvarpsins sem starfað hefur í sextíu ár.
Verðlaunuð bresk spennuþáttröð um líf og störf lögreglukonunnar Catherine Cawood. Aðalhlutverk: Sarah Lancashire. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Ástralskir spennuþættir. Meghan er vinsæll áhrifavaldur á samfélagsmiðlum en Agatha vinafár hilluraðari í stórmarkaði. Þær eiga fátt sameiginlegt annað en eitt eldfimt leyndarmál sem gæti steypt allri þeirra tilveru í glötun og að vera báðar komnar á steypirinn. Þegar þær hittast fyrir tilviljun fer af stað atburðarás með ófyrirséðum afleiðingum. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Eurovision í kvöld 2. Sumarstemning á sunnudaginn 3. Krakkaskýring: Vegan
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Beinar útsendingar frá Eurovision í Liverpool.
Bein útsending frá fyrri undankeppni Eurovision í Liverpool. Þulur er Gísli Marteinn Baldursson. Útsendingin er á sama tíma á RÚV 2 með táknmálstúlkun.