Spurningakeppni framhaldsskólanna frá 1990. Spyrill: Steinunn Sigurðardóttir. Dómari: Sonja B. Jónsdóttir. Umsjón: Sigrún Sigurðardóttir. Stjórn útsendingar: Sigurður Jónasson.
Að þessu sinni mætast lið Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans við Sund. Lið Menntaskólans á Akureyri skipa Magnús Teitsson, Finnur Friðriksson og Jón Pálmi Óskarsson. Lið Menntaskólans við Sund skipa Hrafnkell Kárason, Ármann Jakobsson og Sverrir Jakobsson.
Þáttaröð frá 1998 þar sem Spaugstofumennirnir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason bregða á leik. Stjórn upptöku: Sigurður Snæberg Jónsson.
Þáttaröð framleidd um aldamótin 2000 þar sem rætt er við Íslendinga sem orðið hafa vitni að mestu breytingum Íslandssögunnar á þessari öld.
Eva Ásrún Albertsdóttir ræðir við Stefán Jónsson söngvara. Stefán segir frá æskuárunum í Skuggahverfinu í Reykjavík. Hann segir frá því hvernig það atvikaðist að hann gerðist söngvari. Stefán rekur söngferilinn sem hófst með SAS tríóinu, hann segir frá hæfileikakeppni í Austurbæjarbíói sem hann tók þátt í, sveitaböllum sem hann lék á og árunum með hljómsveitinni Plútó kvintett og málaferlum sem leiddu til þess að nafni hljómsveitarinnar var breytt í Lúdó sextett. Stefán segir frá dansmenningunni hér á árum áður, plötuupptökum í Landsímahúsinu, flutningi lagsins "Ég veit þú kemur" á Þjóðhátíð í Eyjum árið 1962 o.fl. Dagskrárgerð: Ásgrímur Sverrisson.
Viðtals- og tónlistarþáttaröð í umsjón Jóns Ólafssonar. Jón fær til sín ýmsa tónlistarmenn í spjall og saman laða þeir fram ljúfa tóna. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Viðtals- og tónlistarþáttaröð í umsjón Jóns Ólafssonar. Jón fær til sín ýmsa tónlistarmenn í spjall og laðar fram í þeim ljúfa tóna fyrir áhorfendur. Í þessum þætti er Hafdís Huld gestur Jóns. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Fanney Birna Jónsdóttir og Egill Helgason fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Gestir Silfursins í dag eru Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri og
Ólafur Ísleifsson alþingismaður. Egill Helgason ræðir við þau um efnahagslífið, störf ríkisstjórnarinnar, stöðuna í heilbrigðismálum, kvótakerfið og fleira.
Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarsérfræðingur er gestur í seinni hluta þáttarins.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræðir við Daníel Isebarn Ágústsson lögmann og Þorbjörn Guðmundsson formann málsóknarsjóðs Gráa hersins um þá ákvörðun Gráa hersins að höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna skerðinga á greiðslum lífeyris.
Brot úr menningarumfjöllun liðinnar viku. Fjallað á snarpan og líflegan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni í menningar- og listalífinu, jafnt með innslögum, fréttaskýringum, gagnrýni, pistlum og umræðu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson og Halla Oddný Magnúsdóttir.
Heiða Jóhannsdóttir gagnrýnandi fer yfir nýjustu mynd Ragnars Bragasonar, Gullregn.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Hvernig ætli lífið sé fyrir mann sem er bara 15 cm hár?
Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
1. Eitt stærsta barn sem fæðst hefur á Íslandi 2. Harry og Megan láta af konunglegum skyldum 3. Heppnasti maður ársins í Japan