Í þættinum í dag ætlum við að kynnast upphafi söngvakeppninnar sem allir elska eða elska að hata eða hata að elska - alla vega hafa skoðun á.
Við heyrum skemmtilegar sögur af skrítnum lögum, krökkum sem hafa tekið þátt í keppninni og reynum við að skilja tímabil í heimssögunni okkar sem höfðu áhrif á keppnina. Við heyrum um kalda stríðið og járntjaldið og reynum að átta okkur á því hvað það er á meðan við dillum okkur við Eurovision lögin. Glimmer, glans og gleði hjá okkur í dag.
Sérfræðingur þáttarins er: Reynir Þór Eggertsson
Frumflutt
24. apríl 2016
Aðgengilegt til
26. mars 2026
Saga hugmyndanna
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.