
Klængur sniðugi
Jóladagatal frá 1997. Klængur sniðugi á Klængshóli er þekktur uppfinningarmaður. Hann lendir í mjög óvæntu ævintýri og spurningin er hvort hann nær heim fyrir jól til kærustunnar sinnar, hennar Lovísu. Klængur eignast marga góða vini á þessu 24 daga ferðalagi og saman reyna þeir að koma honum heim fyrir jólin. Þessir leikbrúðuþættir eru eftir Davíð Þór Jónsson og Stein Ármann Magnússon. Leikstjóri: Inga Lísa Middleton.