Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Margrétar Sigurðardóttur er Lilja Árnadóttir fagstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Þetta er seinni þáttur af tveimur um valsakónginn Johann Strauss yngri í tilefni af því að liðin eru 200 ár frá fæðingu hans. Meðal annars verða fluttir valsarnir "Suðrænar rósir" og "Raddir vorsins" og atriði úr óperettunni "Sígaunabaróninum". Umsjón hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Gunnar Hansson.
Tónlistin er flutt af The English Concert, Selmu Guðmundsdóttur, Þorgeiri Andréssyni, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Karlakórnum Fóstbræðrum, Kór Íslensku Óperunnar og Den Ny Radiotrio.
Magnús Már Lárusson, prófessor, segir frá Guðbrandsbiblíu og endurprentun hennar árið 1956.
Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur, segir frá skjölum sem hann var að rannsaka ásamt bréfasöfnum sem geymd voru í dönskum söfnum og bókasöfnum. Þessi íslensku gögn skráði hann og rannsakaði á árunum 1955-1957.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Veðurstofa Íslands.
Líf ungmenna tekur stakkaskiptum þegar þau fara úr vernduðu umhverfi grunnskólans og byrja í framhaldsskóla. Kennarar standa líka á tímamótum því örar tækninýjungar hafa áhrif á starf þeirra. Auk þess vantar fagfólk til starfa og námsefni fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn, til að standa við fyrirheit í menntastefnu stjórnvalda.
Í Stakkaskiptum er fjallað um allt sem viðkemur framhaldsskólanum, skólastigi sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma og er stundum kallað týnda skólastigið.
Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir
Námsmat og námsefni eru stór hluti af starfi innan framhaldsskólakerfisins. Félagslífið er líka mikilvægur hluti af framhaldsskólanum. Gervigreindin er tækni sem ryður sér hratt til rúms í menntakerfinu líkt og annars staðar. Á sama tíma eiga ýmsar námsbrautir undir högg að sækja. Viðmælendur í þriðja þætti Stakkaskipta eru: Anna Helga Jónsdóttir, Atli Ársælsson, Hildur Ýr Ísberg, Hjálmar Gíslason, Matthildur Ársælsdóttir og Sólveig Hannesdóttir.
Guðsþjónusta.
Hátíðarmessa í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hallgrímshátíð þar sem minnst er sérstaklega verka Hallgríms Péturssonar með þakkargjörð fyrir þann fjársjóð sem hann gaf okkur í sálmum sínum og ljóðum.
Prestar safnaðarins þjóna, séra Kristján Valur Ingólfsson fyrrverandi vígslubiskup í Skálholti prédikar.
Erla Rut Káradóttir er organisti, KórSaurbæjarprestakalls syngur og einsöngvarar eru Ásta Marý Stefánsdóttir og Benedikt Kristjánsson.
TÓNLIST Í MESSUNNI
Fyrir predikun:
Forspil: Sálmforleikur um lagið Víst ertu Jesú kóngur klár eftir Pál ÍsólfssonNúmer
495 Víst ertu Jesú, kóngur klár Lag: Páll Ísólfsson - texti: Hallgrímur Pétursson
260 Miskunnarbæn Lag: John Bell - texti: úr Matteusarguðspjalli
474 Lofsyngið Drottni Lag: Georg Friedrich Händel - texti: Valdemar Snævarr
795 Gefðu að móðurmálið mitt Lag: íslenskt tvísöngslag - texti: Hallgrímur Pétursson
563 Vort líf er lán frá þér Lag: William Monk - texti: Sigurjón Guðjónsson
130 Hvíli ég nú síðast huga minn Lag: Sigurður Sævarsson - texti: Hallgrímur Pétursson
Eftir predikun
628 (einsöngur) Á handlegg minn er húðflúraður efinn.Lag: Atli Heimir Sveinsson, texti: Sigurbjörg Þrastardóttir
Tónverk fyrir einsöngvara og kór: “Megi Guð vera þér miskunnsamur”.Lag: John Rutter - texti: Haukur Már Ingólfsson
Tónlist undir útdeilingu:
Einsöngur:Vertu Guð faðir, faðir minn og Upp, upp mín sál. Lag: Jón Leifs - texti Hallgrímur Pétursson
207 Þinn friður mun oss fylgja Lag: Egil Hovland - texti: Sigurjón Guðjónsson
Eftirspil: Toccata yfir lagið Lofið vorn Drottin, eftir Hans-Friedrich Micheelsen
Útvarpsfréttir.
Útflutningur frá Íslandi til Bandaríkjanna hefur dregist saman um fjörutíu prósent frá í fyrra. Hagfræðingur segir þetta beina afleiðingu af tollastefnu Bandaríkjaforseta.
Tveir karlmenn sem voru handteknir í Bretlandi í morgun fyrir að stinga að minnsta kosti tíu manns um borð í lest eru ekki grunaðir um hryðjuverk. Tvö fórnarlambanna eru enn í lífshættu.
Formaður velferðarnefndar Alþingis segir ekki ásættanlegt að ólögleg veðmálastarfsemi fái að þrífast hér á landi. Sjálfri hugnast henni ekki að hún verði heimiluð en hún segir málið nú í höndum dómsmálaráðherra.
Trump Bandaríkjaforseti hótar að senda herlið til Nígeríu verði dráp á kristnu fólki í landinu ekki stöðvuð.
Stórfelld áform Færeyinga um Suðureyjagöng fyrir jafnvirði um hundrað milljarða króna gætu verið í uppnámi, eftir að landsbankastjóri Færeyja hvatti til að þau yrðu lögð á hilluna, enda væru þau allt of dýr.
Sex sjö var valið orð ársins hjá stærstu ensku orðabókinni á netinu. Forsvarsmenn hennar skilja samt ekki hvað það þýðir.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða fjallar Karitas um ránið á Louvre, þar sem fjórum þjófum tókst að hafa á brott ómetanlegum krúnudjásnum. Vera Illugadóttir er gestur þáttarins og rifjar upp fyrri rán á þessu frægasta safni Frakklands.
Við upphaf fjórtándu aldar hófst tímabil allskyns hörmunga í Evrópu.
Hungursneyð varð alþekkt fyrirbæri og sjúkdómar og plágur
fylgdu í kjölfarið. Þetta ástand var ekki bundið við einstök
landssvæði heldur teygði það anga sína um flesta afkima álfunnar.
Það væri samt rangt að halda því fram að lok miðalda hafi ekki haft
upp á annað að bjóða en eymd og volæði.
Ágúst Þór Árnason [1954-2019] gerði þættina árið 1994
Viðmælendur í fimmta þætti eru:
Sveinbjörn Rafnsson [1944-]
Hjalti Hugason [1952-]
Gunnar Ágúst Harðarson [1954-]
Sigurður Ingvi Snorrason [1950-]
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Tónlist leikin í þættinum:
Af plötunni Subaerial með Lucy Railton og Kit Downes:
Down to the Plains
Of Becoming and Dying
Af plötunni Does Spring Hide Its Joy eftir Kali Malone, ásamt Stephen O'Malley og Lucy Railton:
Does Spring Hide Its Joy v2.2
Af plötunni LUCID eftir Þórunn Björnsdóttur og Federico Placidi:
Singularity
Main Sequence
Af plötunni The Sacrificial Code (2025 edition):
Hagakyrka Bells
The Sacrificial Code II
The Sacrificial Code III

Fréttir
Kvennafrídagurinn 1975 var ein stærsta femíníska aðgerð sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Nú þegar 50 ár eru liðin frá því hann var haldinn ræðir Sóley Tómasdóttir við femíníska aktívista um það sem gerst hefur síðan þá. Sagt er frá aðferðum, áskorunum, sigrum og samfélagslegum áhrifum femínísks aktívisma á Íslandi undanfarna áratugi.
Ljósmyndir: Snorri Zóphóníasson/Kvennasögusafn
Í þættinum er fjalla Edda Björgvinsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Margrét Steinarsdóttir um mikilvægi þess að halda í gleði og húmor í baráttu sem á köflum virðist vonlaus.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Ásgeir Þórhallsson Hvítaskáld rithöfundur, en hann var að senda frá sér nýja skáldsögu, Saklaust blóð í snjó, sem við fengum hann til að segja okkur aðeins frá og svo auðvitað sagði hann okkur frá því sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Ásgeir talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Saga af svartri geit e. Perumal Murugan
Skipsskaðar á svörtum söndum e. Steinar J. Lúðvíksson
Stríð og friður e. Leo Tolstoj
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Ráðamenn í Barcelona hafa lýst yfir stríði gegn Airbnb og ætla að losa sig við skammtímaleigufyrirtækið á næstu tveimur til þremur árum. Mýmargar íbúðir eru leigðar út til ferðamanna í borginni sem hefur slæm áhrif á húsnæðisverð og þar með íbúa.
Svo fjöllum við um stríðið gegn eiturlyfjum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið í róttækar hernaðaraðgerðir síðustu vikur sem hann segir beinast gegn flóði eiturlyfja frá rómönsku Ameríku til Bandaríkjanna. Trump segist hreinlega ætla að drepa þá sem reyna að smygla þaðan eiturlyfjum og það hafa verið gerðar tvær árásir í vikunni þar sem alls átján voru drepnir en enginn handtekinn. Síðustu tvo mánuði hafa rúmlega sextíu verið drepnir í svipuðum árásum og þessi aukna harka setur mikinn svip á samskipti Bandaríkjanna við stjórnvöld, til dæmis í Kólumbíu og Venesúela. Við spyrjum Dylan Herreira, doktorsnema í alþjóðastjórnmálum sem er frá Kólumbíu, hvers vegna Trump sé að herða tökin núna.
Líf ungmenna tekur stakkaskiptum þegar þau fara úr vernduðu umhverfi grunnskólans og byrja í framhaldsskóla. Kennarar standa líka á tímamótum því örar tækninýjungar hafa áhrif á starf þeirra. Auk þess vantar fagfólk til starfa og námsefni fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn, til að standa við fyrirheit í menntastefnu stjórnvalda.
Í Stakkaskiptum er fjallað um allt sem viðkemur framhaldsskólanum, skólastigi sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma og er stundum kallað týnda skólastigið.
Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir
Námsmat og námsefni eru stór hluti af starfi innan framhaldsskólakerfisins. Félagslífið er líka mikilvægur hluti af framhaldsskólanum. Gervigreindin er tækni sem ryður sér hratt til rúms í menntakerfinu líkt og annars staðar. Á sama tíma eiga ýmsar námsbrautir undir högg að sækja. Viðmælendur í þriðja þætti Stakkaskipta eru: Anna Helga Jónsdóttir, Atli Ársælsson, Hildur Ýr Ísberg, Hjálmar Gíslason, Matthildur Ársælsdóttir og Sólveig Hannesdóttir.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Rætt er við tónskáldið Atla Ingólfsson um ýmis svið tónsmíða.
Umsjón Einar Hugi Böðvarsson.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Mitt hjarta gleðst í Guði, sálmaútsetning eftir Mist Þorkelsdóttur.
Sungið upphafserindi sálmsins Lofsöngur Önnu Samúelsmóður, sem er eignaður séra Stefáni Ólafssyni í Vallanesi. - Byggt á lagi og texta úr handriti sem er sálmasafn ritað í Saurbæ í Eyjafirði 1735.
Flytjendur: Jónína Guðrún Kristinsdóttir, sópran; Guðrún Edda Gunnarsdóttir, alt; Gísli Magnason, tenór og Benedikt Ingólfsson, bassi.
Contrasti (2015) eftir Huga Guðmundsson.
Þættir verksins eru:
Shcerzo
Lament
Outro
Flytjendur: Elektra Ensemble (Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó; Emilía Rós Sigfúsdóttir, flauta, bassaflauta; Helga Björg Arnardóttir, klarínett, bassaklarínett; Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla; Margrét Árnadóttir, selló).
Upptaka fór fram í Stúdíó Sýrlandi í mars og ágúst 2018 og í janúar 2019
Sonate pour violoncelle et piano no.1 en ré mineur op. 109 (Sónata fyrir selló og píanó nr. 1 í d-moll op. 109) eftir Gabriel Fauré.
Þættir verksins eru:
1. Allegro
2. Andante
3. Finale: Allegro moderato
Flytjendur: Jean-Philippe Collard, píanó ; Frédéric Lodéon, selló
Útg. á plötunni Musique de chambre : Vol. I (1979)
Zu Strassburg auf der schanz' úr söngvasafninu Lieder und Gesänge. eftir Gustav Mahler. Thomas Hampson syngur, Geoffrey Parsons leikr á píanó.
Útg. á plötunni Des Knaben wunderhorn 1989.
A stopwatch and an ordnance map (1940) eftir Samuel Barber. Stephen Spender orti ljóðið.
Flytjendur: Karlakórinn Fóstbræður; Árni Harðarson, stjórnandi; Steef van Oosterhout, pákur; Málmblásarasveit skipuð félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Hljóðritun fór fram í Langholtskirkju í Reykjavík í október 2007.
Yfir haf - írskt þjóðlag (The last rose of summer). Guðmundur Guðmundsson skólaskáld orti ljóðið.
Flytjendur: Gadus Morhua (Björk Nielsdóttir, söngur og langspil; Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, barokkselló; Eyjólfur Eyjólfsson, þverflauta). Útsetning eftir Gadus Morhua.

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Freyr Eyjólfsson mætir með kaffibollann sinn og grúskar í allskonar tónlist frá ýmsum tímum.
Um helmingur hjónabanda enda með skilnaði. Þegar tónlistarfólk skilur verða stundum til alveg dúndur flott lög. Við skoðum frægar skilnaðarplötur, en byrjum á að rifja upp tónlist eftir Valgeir Guðjónsson úr kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik.
Valgeir Guðjónsson - Heimkoma Haraldar.
Valgeir Guðjónsson - Ra ra ra ra.
Valgeir Guðjónsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir - Gleym mér ei.
Valgeir Guðjónsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir - Við stóran stein.
Lily Allen - Pussy Palace.
FLEETWOOD MAC - Dreams.
BOB DYLAN - Shelter From The Storm.
Joni Mitchell - A Case of you
Björk Guðmundsdóttir - History of Touches.
AMY WINEHOUSE - Love is a losing game.
BECK - Guess Im doing fine.
THE CURE - Pictures of You.
ALANIS MORISSETTE - Head Over Feet.
Bubbi Morthens - Kona.
Bubbi Morthens - Ástin Mín.
BLUR - Tender.
Útvarpsfréttir.
Útflutningur frá Íslandi til Bandaríkjanna hefur dregist saman um fjörutíu prósent frá í fyrra. Hagfræðingur segir þetta beina afleiðingu af tollastefnu Bandaríkjaforseta.
Tveir karlmenn sem voru handteknir í Bretlandi í morgun fyrir að stinga að minnsta kosti tíu manns um borð í lest eru ekki grunaðir um hryðjuverk. Tvö fórnarlambanna eru enn í lífshættu.
Formaður velferðarnefndar Alþingis segir ekki ásættanlegt að ólögleg veðmálastarfsemi fái að þrífast hér á landi. Sjálfri hugnast henni ekki að hún verði heimiluð en hún segir málið nú í höndum dómsmálaráðherra.
Trump Bandaríkjaforseti hótar að senda herlið til Nígeríu verði dráp á kristnu fólki í landinu ekki stöðvuð.
Stórfelld áform Færeyinga um Suðureyjagöng fyrir jafnvirði um hundrað milljarða króna gætu verið í uppnámi, eftir að landsbankastjóri Færeyja hvatti til að þau yrðu lögð á hilluna, enda væru þau allt of dýr.
Sex sjö var valið orð ársins hjá stærstu ensku orðabókinni á netinu. Forsvarsmenn hennar skilja samt ekki hvað það þýðir.
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Topplagið 2. nóvember 1983 í Bretlandi var Uptown girl með Billy Joel. Þá átti Tracy Chapman Eitís plötu vikunnar frá árinu 1988 en það er fyrsta plata hennar. Og Tasmin Archer átti Nýjan ellismell vikunnar, Segregation seeds.
Lagalisti:
Sigurður Guðmundsson og Una Torfadóttir - Þetta líf er allt í læ.
Santana - Winning.
Hljómsveitin Eva - Ást.
Fatboy Slim - Praise you.
Royel Otis - Who's your boyfriend.
Ilsey, Schulz, Robin - Headlights.
Big Country - Look Away.
Klasssart - Gamli Grafreiturinn.
sombr - 12 to 12.
Adele - Hello.
Philip Oakey og Giorgio Moroder - Together In Electric Dreams.
LEN - Steal My Sunshine.
Tasmin Archer - Segregation Seeds.
Level 42 - Something About You (80).
CeaseTone og Króli - Stinga mér í samband.
Teddy Swims - Lose Control.
Bríet - Cowboy killer.
Ásgeir Trausti - Sumargestur.
14:00
Daði Freyr Pétursson - Me and you.
Lola Young - d£aler.
Talking Heads - Psycho Killer.
EGÓ - Fallegi lúserinn minn.
Stockwell, Bebe - Minor Inconveniences.
Madness - The Prince.
Sprengjuhöllin - Glúmur.
Jalen Ngonda - Illusions.
Billy Joel - Uptown girl.
Arnór Dan - Stone By Stone.
Björgvin Halldósson - Himinn Og Jörð.
Valdís og Diljá - Það kemur aftur vetur.
Thompson Twins - Doctor! Doctor!
Bill Withers - Ain't no sunshine.
15:00
Á móti sól - Fyrstu laufin.
Electric Light Orchestra - Shine a little love.
Friðrik Dór Jónsson - Hugmyndir.
The Beatles - Now and Then.
Travis - Side.
George Michael - Roxanne.
La Roux - Bulletproof.
Damiano David ásamt Tyla og Nile Rodgers - Talk to me.
Tracy Chapman - Fast car.
Tracy Chapman - Talkin' bout a revolution.
Bee Gees - Stayin' Alive.
Maggie Rogers - Don't forget me.
The Smiths - There is a light that never goes out.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Blönduð tónlist sem fer vel á meðan sunnudagssteikin mallar í ofninum.

Fréttastofa RÚV.

Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Það er tónlistarkonan Rakel sem er með plötu vikunnar í þetta skiptið, hún heitir A place to be og hennar fyrsta í fullri lengd. Við settumst niður og ræddum aðeins ferilinn, heppni og óheppni, hvernig hlutirnir ganga stundum bara upp og svo auðvitað plötuna sjálfa. Við heyrum svo kynningar fyrir hvert lag á plötunni.