
Kraftaverkatíð
The Miracle Season
Sannsöguleg bandarísk kvikmynd frá 2018. Það er mikið áfall fyrir skólalið kvenna í blaki í Iowa þegar vonarstjarna liðsins lætur lífið í umferðarslysi. Stelpurnar þurfa að taka á honum stóra sínum ætli þær að sigra meistaramót ríkisins og það kemur í hlut þjálfarans að stappa í þær stálinu. Aðalhlutverk: Helen Hunt, Erin Moriarty og William Hurt. Leikstjóri: Sean McNamara.