Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Kilja vikunnar er fjölmenn og fjölbreytt. Dagur Hjartarsson segir frá nýrri skáldsögu eftir sig sem nefnist Frumbyrjur. Nýr barnabókahöfundur, Helga Ólafs, kveður sér hljóðs með snjallri bók sem nefnist Kötturinn Emil sem allir vildu eiga. Guðmundur Andri Thorsson flytur okkur kvæði úr ljóðabókinni Dans jaðrakanins. Einar Már Guðmundsson ræðir um nýja bók sína sem ber heitið Allt frá hatti oní skó. Fantasíuhöfundurinn Emil Hjörvar Petersen er í þættinum með nýja bók sína Elífðarvetur. Yrsa Sigurðardóttir segir okkur frá bókmenntahátíðinni Iceland Noir og nýrri bók eftir sig sem nefnist Syndafall. Gagnrýnendur Kiljunnar fjalla um Andlit eftir Bjarna Bjarnason, Hina helgu kvöl eftir Stefán Mána og Jötunstein eftir Andra Snæ Magnason.
