Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Fljótsdalshéraðs og Árborgar.
Lið Fljótsdalshéraðs skipa Eyjólfur Þorkelsson læknir, Þorsteinn Bergsson sauðfjárbóndi og þýðandi og Björg Björnsdóttir verkefnastjóri sveitasjórnarmála á Austurlandi.
Lið Árborgar skipa Hrafnkell Guðnason viðskiptafræðingur hjá Háskólafélagi Suðurlands og hrossabóndi á Glóru í Flóahreppi, Gísli Þór Axelsson læknanemi og Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir framhaldsskólanemi við Fjölbrautarskóla Suðurlands.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Egill Skúlason er með MS og segir að jákvætt hugarfar, hrein fæða og heilsurækt geri honum kleift að lifa góðu og innihaldsríku lífi með sjúkdómnum.

Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld kynnum við okkur hvernig Þykjó leikvellir eru hannaðir, við smíðum með feðgunum í Ými trésmiðju á Akureyri, hittum Bubbaunnendur og kynnumst sögu sundkýrinnar Sæunnar.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Beinar útsendingar frá Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Dagskrárgerð: Þuríður Davíðsdóttir. Kynnar: Bjarni Kristbjörnsson og Salka Gústafsdóttir.
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir og Sturla Holm.
Bein útsending frá úrslitum hæfileikakeppninnar Skrekks 2025 í Borgarleikhúsinu.
Gráglettin finnsk glæpaþáttaröð um rannsóknarlögreglukonuna Mariu Pudas sem rannsakar glæpi í stærsta lögregluumdæmi heims, Lapplandi. Stuðst er við raunverulega glæpi sem gerst hafa á svæðinu í handriti þáttanna. Aðalhlutverk: Saara Kotkaniemi, Iina Kuustonen og Heikki Ranta. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Heimildarþættir frá 2023 í leikstjórn James Bluemel. Fjallað er um átökin á Norður-Írlandi sem stóðu yfir í meira en þrjátíu ár, eða þar til friðarsamningurinn var undirritaður árið 1998. Fólk frá öllum hliðum átakanna deilir persónulegum sögum frá þessum tíma. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.