13:40
Kastljós
Ágengir tryggingasölumenn, Kristín Gunnlaugsdóttir, nýstárlegir kertastjakar
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Hvernig á fólk að rata um völundarhús séreignarsparnaðar og flókinna fjármálagjörninga? Kveikur fjallaði um vátryggingarmiðlanir, þar sem ágengir sölumenn virðast hafa selt fólki flókna og jafnvel óhagstæða samninga. En hverju á að horfa eftir og hvað ber að varast þegar valin er sparnaðarleið? Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi er gestur þáttarins.

Kjarvalsstaðir hafa sjaldan verið jafn glansandi en nú stendur yfir yfirlitssýning Kristínar Gunnlaugsdóttur, Ósagt, sem sparar ekki glimmerið í verkum sínum. Við hittum listakonuna.

Og við lítum líka á nokkra nýstárlega kertastjaka, sem fimmtán hönnuðir gerður úr efnum á borð við gallabuxur og ull.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 24 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,