Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Moskítóflugna varð vart í annað sinn á árinu í hesthúsi á Suðurlandi. Í framtíð flugnanna hér á landi rýna Björn Hjaltason, sem fann moskítóvágestina og Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði. Eftir farsælan 50 ára feril er Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir hættur störfum, sem fólu í sér ýmis aukaverkefni á borð við sáluhjálp og fræðslu. Reykjavík Dans Festival ber yfirskriftina Ástríðuverkefni í ár. Andrea Vilhjálmsdóttir er einn skipuleggjenda, og listakonuarnar Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, Íris Stefanía Skúladóttir og Juliette Louste eiga verk á hátíðinni.
