Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, baðst afsökunar á þingfundi í morgun fyrir að láta óviðurkvæmileg orð falla um stjórnarandstöðuna á föstudag. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar héldu þó áfram að gera athugasemdir við ummælin í dag. Þórunn er gestur Kastljóss í kvöld
Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel var aðeins 15 ára þegar lagið Komdu til baka, um baráttu föður hans við fíkn, snerti hjörtu landsmanna. Síðan þá hefur gengið á ýmsu í lífi Kristmundar sem ætlar að fagna 15 árum í tónlistinni með stórtónleikum Gamla Bíó.
Dans er fyrir alla segir jazzballettkennari sem hefur haldið úti dansnámi fyrir fólk með fatlanir og sérþarfir. Viktoría fór danstíma í Danslistskóla JSB.
