Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Moskítóflugna varð vart í annað sinn á árinu í hesthúsi á Suðurlandi. Í framtíð flugnanna hér á landi rýna Björn Hjaltason, sem fann moskítóvágestina og Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði. Eftir farsælan 50 ára feril er Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir hættur störfum, sem fólu í sér ýmis aukaverkefni á borð við sáluhjálp og fræðslu. Reykjavík Dans Festival ber yfirskriftina Ástríðuverkefni í ár. Andrea Vilhjálmsdóttir er einn skipuleggjenda, og listakonuarnar Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, Íris Stefanía Skúladóttir og Juliette Louste eiga verk á hátíðinni.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Seltjarnarness og Ölfus.
Lið Seltjarnarness skipa Stefán Eiríksson sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Saga Ómarsdóttir sem vinnur hjá Icelandair og Karl Pétur Jónsson framkvæmdastjóri.
Lið Ölfuss skipa Ingibjörg Hjörleifsdóttir nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurlands, Hannes Stefánsson framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands og leiðsögumaður og Stefán Hannesson nemandi við Háskóla Íslands.
Heimildarmynd eftir Pál Kristinn Pálsson um sykursýki á Íslandi árið 2024. Sykursýki hefur verið í hvað hröðustum vexti á heimsvísu að undanförnu. Talið er að um 10% Íslendinga séu með sjúkdóminn. Fagaðilar fjalla um greiningu, meðferð og horfur fólks með sykursýki 1, sykursýki 2 og meðgöngusykursýki auk þess sem sjúklingar segja frá glímu sinni við þessar helstu gerðir sjúkdómsins.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Kilja vikunnar er fjölmenn og fjölbreytt. Dagur Hjartarsson segir frá nýrri skáldsögu eftir sig sem nefnist Frumbyrjur. Nýr barnabókahöfundur, Helga Ólafs, kveður sér hljóðs með snjallri bók sem nefnist Kötturinn Emil sem allir vildu eiga. Guðmundur Andri Thorsson flytur okkur kvæði úr ljóðabókinni Dans jaðrakanins. Einar Már Guðmundsson ræðir um nýja bók sína sem ber heitið Allt frá hatti oní skó. Fantasíuhöfundurinn Emil Hjörvar Petersen er í þættinum með nýja bók sína Elífðarvetur. Yrsa Sigurðardóttir segir okkur frá bókmenntahátíðinni Iceland Noir og nýrri bók eftir sig sem nefnist Syndafall. Gagnrýnendur Kiljunnar fjalla um Andlit eftir Bjarna Bjarnason, Hina helgu kvöl eftir Stefán Mána og Jötunstein eftir Andra Snæ Magnason.

Bresk sjónvarpsþáttaröð úr heimi vísindaskáldskapar fyrir unglinga. Árið 1997 hurfu fjórir krakkar úr Silfruskógi. Tuttugu og þremur árum seinna ákveður strákur einn að komast að því hvað í raun og veru gerðist í skóginum þennan örlagaríka dag.
Á meðan Drekafluga og Bea reyna átta sig á vandræðum sínum, fær Meg hjálp frá vinum sínum Fin & Alice þegar þegar hún fer að fá óumbeðna athygli utan búðanna.
Kristín og Arnór kynnast dularfullri stelpu sem grunar sögukennarann um eitthvað skuggalegt. Hvað ætli sé í gangi hjá honum Sigurjóni sögukennara?
Leikarar: Kristín Erla Pétursdóttir, Arnór Orri Atlason, Arnþrúður Karen Viktorsdóttir, Agnes Wild og Karl Pálsson
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Elvar Egilsson
Arnór og Amma leggja af stað í hetjulegan björgunarleiðangur. Þau læðast inn í Skjalasafnið og finna Sigurjón sögukennara þar sem hann hefur bundið Addú fasta við stól. Þá taka þau málin í sínar hendur.
Stuttmyndir skrifaðar af krökkum og framleiddar af KrakkaRÚV.
Handrit: Kiljan Bjartur Á. Madegard og Sævar A. Björnsson
Leikstjórn: Hafsteinn Vilhelmsson
Framleiðsla: Gunnar Ingi Jones og Hafsteinn Vilhelmsson
Myndataka og klipping: Magnús Atli Magnússon
Hljóðupptaka: Hrafnkell Sigurðsson
Hljóðsetning: Óskar Eyvindur Arason
Lýsing: Sigurður Grétar Kristjánsson
Grafík: Arna Rún Gústafsdóttir
Persónur og leikendur:
Palli: Karl Jóhann Jónsson
Kalli: Stefán Örn Eggertsson
Lalli: Góði Úlfurinn
Kennari: Sigyn Blöndal
Íslensk þáttaröð í leikstjórn Arnórs Pálma Arnarsonar. Hekla hefur verið inn og út af meðferðarstofnunum frá unglingsaldri. Þegar hún missir forræði yfir dóttur sinni gerir hún tilraun til að halda sig á beinu brautinni með því að skrá sig í Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Meðal leikenda eru Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Katla Þórudóttir Njálsdóttir.
Önninni í Hússtjórnarskólanum er að ljúka. Hekla þarf að gera upp við sig hvort hún ætlar að vera áfram föst í gamla farinu og hagræða sannleikanum eða gangast honum á hönd.
Breskir gamanþættir frá 2024 um hina óviðjafnanlegu Jessop-fjölskyldu. Daglegt líf þeirra er heldur óreiðukennt og yngsti sonurinn Sam festir það allt á filmu. Aðalhlutverk: Katherine Parkinson, Jim Howick og Freya Parks. Handritshöfundur: Tom Basden.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Helga Braga Jónsdóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson og Katrín Júlíusdóttir.
Bríet flytur lagið Eina nótt í upphafi þáttar til heiðurs Helga Péturssyni.
Berglind Festival eignast gervigreindarkærasta.
Bríet flytur lagið Walk out the door í lok þáttar.

Ævisöguleg kvikmynd frá 2019 um breska rithöfundinn J.R.R. Tolkien sem er þekktastur fyrir skáldsögurnar Hobbitann og Hringadróttinssögu. Í myndinni er fjallað um uppvaxtarár Tolkiens sem munaðarlauss drengs, skólagöngu hans og fyrstu ástina. Leikstjóri: Dome Karukoski. Aðalhlutverk: Nicholas Hoult, Lily Collins og Colm Meaney. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Breskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown sem er ekki bara kaþólskur prestur heldur leysir glæpsamleg mál á milli kirkjuathafna. Aðalhlutverk: Mark Williams.