Matthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.
Söng- og leikkonan Jana María Guðmundsdóttir er mikið jólabarn. Hér leiðir hún áhorfendur í gegnum jólaundirbúninginn eins og henni einni er lagið, föndrar jólaskraut, bakar sprengipiparkökur, býr til handgerð spil og margt fleira. Dagskrárgerð: Jana María Guðmundsdóttir og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Talsett teiknimynd frá 2013. Raggi og Jake eru tveir ólíkir kalkúnar sem sameina krafta sína og ferðast aftur í tímann með það að markmiði að breyta sögunni. Þeir ætla sér að koma í veg fyrir að kalkúnar endi á matseðlinum á þakkargjörðarhátíðinni í Bandaríkjunum.
Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem að baki þeim liggja.
Í þessum þætti er rætt við Ásdísi Thoroddsen kvikmyndaleikstjóra.
Ásdís nam kvikmyndaleikstjórn við Deutsche Film und Fernsehakademie í Berlín. Fyrsta bíómynd hennar er Ingaló frá árinu 1992. Myndin vakti athygli á erlendum vettvangi og var meðal annars sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem hún var tilnefnd til Camera d´or verðlaunanna sem veitt eru fyrstu myndum leikstjóra. Önnur mynd Ásdísar er Draumadísir frá árinu 1996. Ásdís gerði sjónvarpsmyndina Óskir Skara árið 1992 og var einnig meðal þeirra tíu leikstjóra sem árið 2003 gerðu stuttar myndir innblásnar af verkum Halldórs Laxness. Ásdís lék annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Skilaboð til Söndru eftir Kristínu Pálsdóttur, sem frumsýnd var 1983 og hefur að auki unnið margskonar önnur störf á vettvangi kvikmyndagerðar. Þá hefur hún einnig stundað rannsókna- og fræðistörf auk ritstarfa.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Eftir tíðindamikið ár í menningarlífi landsmanna er tilvalið að rifja uppnokkur brot af því sem fjallað var um í Kastljósi á árinu.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Í þessum sérstaka aukaþætti Kveiks er stórfjölskyldu frá Grindavík fylgt eftir í rúmt ár, allt frá rýmingu bæjarins í nóvember 2023 til dagsins í dag. Óhætt er að segja að árið hafi verið rússíbanareið í lífi fjölskyldunnar.
Claus Dalby er handlaginn og hugmyndaríkur þúsundþjalasmiður. Um jólahátíðarinnar finnur hann sér ýmislegt til dundurs og kennir áhorfendum að föndra skreytingar sem hæfa hátíðum.
Íslensk heimildarmynd frá 2019 þar sem vitasaga landsins er rakin, allt frá árinu 1878 þegar vitaljós lýsti í fyrsta sinn á Íslandsströndum. Yfir vitum hvílir dulúð þar sem þeir standa í stórbrotnu umhverfi á mörkum lands og sjávar og laða að sér fólk hvaðanæva úr heiminum. Leikstjóri: Einar Þór Gunnlaugsson.
Norsk gamanþáttaröð tekin upp í Karls Jóhanns-götu í Osló. Þar getur næstum allt gerst og fólkið á götunni lendir óvart í sjónvarpinu. Umsjónarmenn eru Erik Solbakken og Hasse Hope. e.
Ævintýralegir danskir þættir fyrir alla fjölskylduna. Vinirnir Charly, Niels og Tania eru í fríi á Borgundarhólmi. Þegar Silje, vinkona þeirra, er sökuð um að hafa skemmt verðmætt listaverk á safni Oluf Høst eru þau staðráðin í að sanna sakleysi hennar og ná sökudólgnum. Málið reynist hins vegar stærra og flóknara en þau gerðu sér í hugarlund og fljótlega eru þau komin á hættulegar slóðir. Þættirnir eru framhald af þáttaröðinni Horfna rafherbergið. Aðalhlutverk: Marinus Refnov, Cecilia Loffredo, Bertil Smith og Lova Müller Rudolph.
Vandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Sigurður Þorri Gunnarsson fer yfir vinsælustu innlendu lög Rásar 2 á árinu sem er að líða. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem farið verður yfir helstu skandala og atvik ársins. Þar fáum við að sjá vel valin innsend atriði frá krökkum í bland við önnur atriði.
Krakkaskaupið 2024 er skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem unga kynslóðin gerir upp árið. Leikstjóri: Árni Beinteinn
Sigurður Þorri Gunnarsson fer yfir vinsælustu innlendu lög Rásar 2 á árinu sem er að líða. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Íslensk kvikmynd í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Kórstjóri á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og segir stóriðju í landinu stríð á hendur. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands. En þegar munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar verður hún að gera upp við sig hvort sé henni mikilvægara, að bjarga einu barni eða bjarga heiminum. Leikstjóri: Benedikt Erlingsson. Aðalhlutverk: Halldóra Geirharðsdóttir, Jóhann Sigurðarson og Jörundur Ragnarsson. Myndin er sýnd á sama tíma á RÚV 2 með enskum texta.
Gamanmynd frá 2021 frá handritshöfundum Bridesmaids. Vinkonurnar Barb og Star fara í fyrsta skipti út fyrir heimabæ sinn í miðvesturríkjum Bandaríkjanna og halda í ævintýralegt sumarfrí til Vista Del Mar í Flórída. Aðalhlutverk: Kristen Wiig, Annie Mumolo og Jamie Dornan. Leikstjórn: Josh Greenbaum. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
A choir conductor in her forties decides to save the world - and declares war on heavy industry in Iceland. She becomes a saboteur, ready to sacrifice everything for Mother Earth and the highlands of Iceland. However, when an orphaned girl from Ukraine enters her life, she must decide what is more important to her: saving one child, or saving the whole world.
Director: Benedikt Erlingsson. Starring: Halldóra Geirharðsdóttir, Jóhann Sigurðarson, and Jörundur Ragnarsson.