
Víti í Vestmannaeyjum
Fjölskyldumynd byggð á samnefndri metsölubók eftir Gunnar Helgason. Hinn tíu ára gamli Jón Jónsson keppir með liði sínu, Fálkum, á fótboltamóti í Vestmannaeyjum. Þar kynnist hann Ívari, jafnaldra sínum úr ÍBV sem þarf óvænt á hjálp að halda, og allt í einu eru átökin bundin við fleira en fótboltavöllinn. Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson. Aðalhlutverk: Lúkas Emil Johansen, Viktor Benóný Benediktsson, Ísey Heiðarsdóttir, Róbert Luu, Jóhann G. Jóhannsson og Óli Gunnar Gunnarsson.