Stundin okkar

Þessi með gömlu handritunum, Málinu og kvíðanum

Í þessum þætti fara Erlen og Lúkas í heimsókn á Árnastofnun til skoða eeeeldgömul handrit sem eru búin til úr kálfsskinni. Þau skella sér líka í heimsókn í Safnahúsið og prófa skrifa með fjaðurpenna á skinn. Í Málinu mætast liðin Málverjar og Guðgrét í skemmtilegri keppni. Í þættinum Tilfinningalíf skoða Sölvi og Júlía tilfinninguna Kvíði og hvernig hægt er láta sér líða betur ef maður finnur fyrir kvíða.

Frumsýnt

15. mars 2020

Aðgengilegt til

31. des. 2025
Stundin okkar

Stundin okkar

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.

Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.

Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.

Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.

,