Hvar erum við núna?

Upp í sveit

Ah, blessuð sértu sveitin mín! Út um allt land eru sveitir, bændur og húsdýr af öllum stærðum og gerðum. Sumir bændur sinna dýrum, aðrir rækta grænmeti og enn aðrir tína æðadún. Við heyrum í krökkum sem hafa alist upp við störf á mismunandi sveitabæjum en það eru Þórhalla Guðný, Baldur Karl og Hrefna sem tínir æðadún með mömmu sinni Karen og afa Hilmari. Til stytta okkur stundir við sveitastörfin hlustum við klassíska ævintýrið um hana Búkollu. Svo er það spurningakeppnin, ekki gleyma henni!

Frumflutt

24. júní 2021

Aðgengilegt til

7. ágúst 2024
Hvar erum við núna?

Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,