
Abbababb!
Dans- og söngvamynd frá 2022 eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur. Hanna og vinir hennar í hljómsveitinni Rauðu hauskúpunni uppgötva að óprúttnir aðilar ætla að sprengja skólann á lokaballinu og beita öllum sínum ráðum til að ná sökudólgunum. Meðal leikenda eru Ísabella Jónatansdóttir, Óttar Kjerulf Þorvarðarson, Vilhjálmur Árni Sigurðsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Vala Sigurðardóttir Snædal.